Glæsó
16.4.2009 | 19:28
Gott hjá löggunni
Fékk hland fyrir hjartað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
og hvað sérðu svona gott við þetta ? rústa húsi sem hefur staðið síðan 1901 ?
Palli (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:35
Hvers vegna er gott hjá löggunni að eyðileggja gamalt friðað hús, til þess eins að handtaka fólk sem hefur unnið uppbyggingarstarf í því? Löggan hagaði sér eins og þessar óvopnuðu manneskjur væru stórhættulegir glæpamenn, rústaði öllu og beitti ofbeldi. Hvernig getur það verið gott hjá löggunni?
Guðrún Elsa (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:48
"Fólk sem unnið hefur uppbyggingarstarf í því?"
Guðrún þetta fólk sem sest hafði að þarna var ekki að vinna neitt uppbyggingarstarf í því! Stelandi rafmagni frá nágrönnum og annað álíka..
Held síðan að fólk geti bara leigt sér húsnæði eins og venjulegt fólk í stað þess að setjast að í annarra manna húsum - sama hvort þau eru í notkun eða ekki.
Aldís (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:21
Hvernig færðu út að þau voru ekki að vinna uppbyggingar starf ? hvað skilgreinir þú sem uppbyggingar starf ?
Palli (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:39
Finnst bara fyndið hversu mikið fólk nennir að væla yfir því hvað löggan gerir rangt í staðin fyrir að horfa aðeins á hina hliðina á málinu líka.
Það eru fáir búnir að spá í því hvað þetta hústökufólk var að gera heldur er alltaf bara ráðist beint á lögguna.
Stefanía (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:39
Þau voru að lappa upp á húsið, unnu þarna marga tíma á dag, þrifu, máluðu, opnuðu fríbúð og lögðu grunn að matjurtagarði í bakgarðinum. Ásýnd hússins hafði breyst mikið á örfáum dögum, eins og þið hefðuð vitað hefðuð þið kíkt inn.
Lögreglan kom inn og braut rúður, reif eldhúsinnréttinguna út, eyðilagði húsgögn og réðst á bygginguna með vélsög. Ef þið hefðuð horft á myndbandið með fréttinni sæuð þið hversu mjög lögreglan skaðaði húsið. Hún hafði engan rétt á því og það er mjög vafasamt að menn eins og verktakinn sem á húsið geti bara leyft fallegu og friðuðu húsi að grotna niður þegar hann hefur hvorki fengið leyfi til þess að rífa það niður, né til þess að byggja þessa verslunarmiðstöð sína (sem eru reyndar mjög fyndin plön þegar svo mikið verslunarhúsnæði situr autt í miðbænum).
Hústökufólkið var ekki að setjast að þarna, heldur aðeins opna rýmið þeim sem vilja gera eitthvað skapandi - plönuðu tónleika, gáfu mat og svona mætti lengi telja.
Þau leigðu sér ekki húsnæði vegna þess að þetta var pólitísk hústaka, þau vilja breyta þessu peningadrifna samfélagi sem við lifum í og reyna að hafa áhrif á það hvernig "venjulegt fólk" eins og Aldís hér fyrir ofan, hugsar. Reyna að vekja fólk sem virðist ekki hafa vaknað eftir efnahagshrunið, sem er ekki búið að átta sig á því að það þarf að gera róttækar breytingar á þessu guðsvolaða landi.
Þau færðu líf í húsið, sem gladdi nágrannana og þá sem vilja ekki að miðbærinn deyji bara, með öllum þessum auðu og dauðu húsum. Það eru um 50 auð hús í miðbænum og þetta fólk hefur m.a. vakið athygli á þeirri staðreynd að kapítalisminn gerir fólki kleyft að eiga hús og láta þau standa auð, þegar annað fólk skortir húsnæði. Ef það er ekki heimskulegt, þá veit ég ekki hvað er það.
Guðrún Elsa (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 01:08
Heyr heyr síðasti ræðumaður
Anna (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 03:55
Hvað er verið að búa okkur undir? Nasistarnir plötuðu heila þjóð með því að bæta við kúgunina, eitt hænuskref í einu. Ef breytingin er nógu lítil tekur enginn eftir því, eða fólk sættir sig við hana. Íslensk stjórnvöld virðast ekki hafa stjórnunargáfu eða tíma til að taka þetta í hænuskrefum. Hér er allt að fara í hundana á ljóshraða.
Löggan hagar sér ekki svona. Þeir sem sætta sig við það, munu sætta sig við enn meira ofbeldi seinna. Verst er að flestir virðast gleypa þetta.
Villi Asgeirsson, 17.4.2009 kl. 04:04
Þekki nokkra af þessu hústökufólki, og allir þeir eiga íbúð og gerðu þetta bara í því skyni að láta taka eftir sér og gera úr því vesen.
Stefanía (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.